Ný viðmið fyrir skilvirkni á viðráðanlegu verði

Nýja afdráttarlausa og hagkvæma MF 5M línan kynnir til leiks úrval eiginleika sem auka afköst og bæta notkun, þægindi og stýringu.

Í nýjustu tísku frá MF fjölskyldunni - með demantagráu stýrishúsi og nýjum eftirtektarverðum merkjum í langbogasniði, þessi lína samanstendur af sex dráttarvélum með allt frá 95hö upp í nýju gerðina með hámarks 145hö: MF 5M.145.  Massey Ferguson hefur sett heilmikla og raunverulega reynslu í þessa dráttarvélargerð sem þú getur sérsniðið að því gæðastigi sem hentar þér og aukið skilvirkni með verksmiðjustilltum valmöguleikum.

Nýja MF 5M endurspeglar mest gæði fyrir peninginn, þú hagnast á fjölhæfni hennar sem verkfæri fyrir allt árið!  

Þar að auku munu nýju aðaleiginleikarnir, þ.m.t.Precision Farming pakkinn, gera MF 5M í stakk búinn til að takast á við áskoranir frá degi til dags og verða bandamaður þinn í öllum þínum búskap.

Helstu kostir

Taktu skilvirkni á viðráðanlegu verði opnum örmum

Meira afl til að takast á við hvaða verkefni sem er, með jafnri gírskiptingu
AGCO Power vél

AGCO Power vél

Allar MF 5M dráttarvélarnar fá afl sitt frá AGCO Power fjögurra strokka, 4,4 lítra, Stage V vél sem veitir hámarksafl á bilinu 95 til 145 hö og allt að 560 Nm tog á aðeins 1500 sn./mín. snúningshraða.

Allt-í-einni SCR tækni

Allt-í-einni SCR tækni

Þessar nettu vélar notast við háþróaða og skilvirka allt-í-einni SCR tækni.

Afköst

Afköst

Rafeindastýrður úttaksventill á forþjöppunni eykur afköst vélarinnar og dregur úr losun, á meðan sjálfvirkur vélarhraði í hægum hlutlausum lágmarkar einnig eldsneytisnotkun.

Útblásturshreinsihlutar

Útblásturshreinsihlutar

Allir útblásturshreinsihlutar eru staðsettir á hægri hönd undir stýrishúsinu svo að þeir hafi engin áhrif á skyggni eða aðgengi að stýrishúsinu. Gott bil er á milli vélar og jörðu og gott aðgengi að þjónustupunktum á meðan rúmtak eldsneytistanksins getur aukist í 198 l.

Dyna-4

Dyna-4

Tilkomumikil og skilvirk hönnun Dyna-4 gírkassans býður uppá óviðjafnanlega framleiðni, stjórnunarmöguleika og hentugleika sem fylgir kúplingarlausri skiptingu á milli 16 áfram og 16 afturábak gíra.

Hægra T-handfang

Hægra T-handfang

Dyna-4 er frægt fyrir framúrskarandi slitþol og áreiðanleika með mjúka og áreynslulausa notkun þökk sé vinstri aflstýringarstönginni eða hægri T-handfanginu á stjórnborðinu.

Autodrive valmöguleiki

Autodrive valmöguleiki

Valkvæmi AutoDrive eiginleikinn býður uppá sjálfskiptingu í Power og Eco ham sem eykur skilvirkni og þægindi í akstri sem og í verkefnum með ámoksturstæki.

Aflstýring

Aflstýring

Aflstýringarlokinn veitir möguleika á einföldum þrjár-í-einni aðgerðum. Notendur geta skipt á milli áfram gíra og afturábak gíra, skipt með Dynashift hraðastillingum og valið hlutlausan til að hafa hægri höndina lausa.

Speedmatching sem staðalbúnaður

Speedmatching sem staðalbúnaður

Speedmatching velur sjálfkrafa rétt Dyna-4 hlutfall sem passar hraðanum þegar skipt er um gír í áframakstri.

Bremsa í hlutlausan

Bremsa í hlutlausan

Bremsa-í-hlutlausan rofinn (valkvæmur) virkjar kúplinguna samtímis sem hemlafótstigið er virkjað; þetta auðveldar fyrir notandanum á meðan það eykur skilvirkni og þægindi, sérstaklega í verkefnum með ámoksturstæki.

Supercreep

Supercreep

Auka Supercreep gírar veita nákvæma stjórn í sértækum lághraðaverkefnum og geta framleitt áframakstur niður í 100 m/klst.

Þægindastýring

Þægindastýring

Mjúk eða snörp skipting - þú velur með því að einfaldlega stilla þægindastýringuna eftir því sem hentar verkefninu - hæg og mjúk eða snögg og skilvirk.

MF 5M línan er hönnuð af verkfræðingum til notkunar í fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hún býður upp á mikla lyftigetu, nákvæma stýringu sem hámarkar dráttarafl, auk fjölda annarra afdráttarlausra eiginleika sem auðvelda notkun ámoksturstækja.
Afturtengi

Afturtengi

Afturtengið hefur verið betrumbætt sérstaklega fyrir MF 5M og býður upp á lyftingargetu sem er hvorki meira né minna en á bilinu 4,3 til 5,2 tonn með rafrænni tengistýringu sem tryggir hámarks tog.

Stilling afturtengis

Stilling afturtengis

Fullkomlega stillanlegar lyftistangir og harðgerður jafnvægisbúnaður veita nægilega stillingarmöguleika fyrir fullkomna tengingu og forsendur fyrir úrval uppsettra og hálf-uppsettra tengitækja.

Framtengi

Framtengi

Til þess að auka framleiðni höfum við þróað 2,5 tonna framtengi. Þennan valmöguleika, sem er útbúinn fjöðrun fyrir aukin þægindi, er hægt að nota á þrennan hátt: fastur, fljótandi, eða í akstri. 

Rafræn tengistýring

Rafræn tengistýring

Nytsamur staðalbúnaður er t.d. Active Transport Control sem deyfir sjálfkrafa högg þegar ekið er úti á vegi og utanverð hækka/lækka stjórntæki á hægri og vinstri stuðurum.

Vökvakerfi

Vökvakerfi

Í þessum vélum Open-Centre vökvakerfið sem er knúið er af tveimur gíradælum og skilar 33 l./mín. fyrir innri þjónustu og 58 l./mín. fyrir viðbótarvirkni. 

Valkvæmt 100 lítra samanlagt flæði

Valkvæmt 100 lítra samanlagt flæði

Með því að þrýsta á einn hnapp flytur vökvakerfið í MF 5M línunni 100 l./mín. olíuflæði á 2220 sn./mín. núningshraða sem veitir þér aukinn hraða og aukið afl í ámokstursaðgerðum.

Viðbótarflæðislokar

Viðbótarflæðislokar

Olíuflæðið er einnig aðgengilegt í gegnum tvo staðlaða viðbótarflæðisloka til þess að veita vökvakerfinu í tengitækjum auka afl, líka þegar stýring fer fram. Valkvæmur verksmiðjustilltur þriðji flæðisloki er fáanlegur til auka afl fyrir flóknari tengitæki.

Direct Drive aflúttak

Direct Drive aflúttak

MF 5M línan er útbúin tveggja hraða 540/540 Eco/1000 sn./mín. stöðluðu aflúttaki. Armur með 21 langrauf er valkostur með 1000 sn./mín. aflúttakinu.

Aflúttakskúpling

Aflúttakskúpling

Stýring fæst með nútímalegri aflúttakskúplingu sem tengist með rafvökvakerfi og stillir tenginguna til þess að vernda driflínu tengitækisins. Hámarks áreiðanleiki er hér samtvinnaður auðveldri notkun með þriggja-stöðu rofa til stýringar

Afturöxull

Afturöxull

Sterkbyggð steypihönnun öxulsins býður uppá innbyggðar takmörkunareiningar sem nýta stjörnugíra til að ná loka hraðatakmörkuninni.

Þyngd án hleðslu

Þyngd án hleðslu

Þar sem þyngdin án hleðslu er aðeins 4 tonn er akstur á vegum úti leikur einn. Hún ber allt að 4,5 kg og togar allt að 32 tonnum á 40 km/klst. hraða, og þú ekur henni með sjálfskiptingu þökk sé frægu Dyna-4 gírskiptingunni

Lítill beygjuradíus

Lítill beygjuradíus

Sérstaklega aðsniðinn undirvagn og vélarhlíf leggja sitt af mörkum við að veita 4,65 metra beygjuradíus (upp að gerð MF 5M.115) sem auðveldar aðgengi að þröngum rýmum og byggingum.

Samsetning ámoksturstækja fyrir dráttarvél

Samsetning ámoksturstækja fyrir dráttarvél

Að fullu samhæf ámoksturstækjunum í MF FLX & MF FL línunum beint úr verksmiðjunni, og veitir því framúrskarandi stýringareiginleika með möguleika á að velja vélrænan eða rafrænan stýripinna eða Visio þak, eftir þínum þörfum. 

Visio þak valmöguleiki

Visio þak valmöguleiki

Valkvæma Visio þakið veitir fullkomið skyggni við hleðslu bagga eða ámokstur tengivagna. Glerþilið er með innbyggðu sóltjaldi og sólarvörn. Þakið sem er með FOPS (Vörn gegn hlutum sem falla) vottun er fullkomlega öruggt fyrir notandann

Dekkjatilboðið

Dekkjatilboðið

Við bjóðum uppá mikið úrval dekkjastærða (allt að 600/65 R38) svo þú getir aðlagað MF 5M vélina þína að þínum þörfum hvað varðar hæð, stöðugleika og tog. Ef þú finnur ekki þá uppsetningu frá verksmiðju sem hentar þér getur þú alltaf nýtt þér MF By You tilboð okkar! 

Notendur nýju MF 5M línunnar sitja þægilega í snjöllu vinnuumhverfi. Þeir njóta þeirra gæða sem hentar þeim og úrvals af notendavænum verksmiðjustilltum valmöguleikum. Allir eiginleikar og stjórntæki eru við höndina fyrir notandann, hannað og staðsett til að gera dagleg störf eins auðveld og hægt er.
Arfleiðin

Arfleiðin

Þessi hönnun er virðingarvottur við arfleið vörumerkisins með túlkun gráu randarinnar á hlið vélarhlífarinnar sem einkennir vörumerkið og gráa stýrishúsið.

Númeraröð

Númeraröð

Númeraröðin fylgir sama sniði og aðrar MF dráttarvélalínur. 5 endurspeglar stærðina á undirvagninum; M gefur til kynna tæknilýsingarstigið (Miðlungs) þrjár síðustu tölurnar undirstrika aflið sem spannar 95 til 145 hö í þeim 6 gerðum sem línan samanstendur af. 

Auðvelt aðgengi

Auðvelt aðgengi

Hurð sem opnast vítt og þrep sem eru stór og betur samþætt vélinni bjóða upp á einstaklega auðvelt aðgengi að MF 5M stýrishúsinu. 

Skyggni

Skyggni

Mjó vélarhlíf, nett útblástursrör, breið framrúða og LED ljósa pakkinn er allt hannað til þú njótir aukinnar framleiðni og öryggis á löngum vinnudögum.

Fjöðrun í sætum og stýrishúsi

Fjöðrun í sætum og stýrishúsi

​Gæðasæti og valkvæm fjöðrun í stýrishúsi gerir notkun þessarar dráttarvélar enn ánægjulegri, dráttarvélar sem var hönnuð með skilvirkni í huga en einnig ánægju í notkun.

Heilt flatt gólf

Heilt flatt gólf

Heilt flatt gólf skapar einstaklega aðgengilega og rúmgóða vinnuaðstöðu með 1300 mm vídd á milli stólpa.

Stjórntæki

Stjórntæki

​Stýripinnarnir eru hannaðir og staðsettir til að gera dagleg störf eins auðveld og vinnuvistvæn og hægt er, til að tryggja þér þægindi.

Val á stýripinna

Val á stýripinna

​Til að tryggja framúrskarandi þægindi og Vinnuvistvænleika getur þú valið á milli aðgengilegra, einfaldra og vélrænna stýripinna eða háþróaðra, bestir-í-sínum-flokki, rafrænna stýripinna, eftir þínum þörfum. 

Rafrænn stýripinni

Rafrænn stýripinni

Rafrænn og fjölhæfur stýripinni veitir notandanum aukna stjórn á ámoksturstækjum auk gírkassans; akstursstefnu; hraðaskiptinu; vélarminni; þriðju og fjórðu rafrænu eiginleikum.

Mælaborð

Mælaborð

Mælaborðið sýnir hraða vélar og aflúttaks, tíma á milli viðhalds, eldsneytisnýtingu, ekna vegalengd, unnið landsvæði, olíuhitastig og vinnustundir dráttarvélarinnar, vélarhraðaminni og upplýsingar um þjónustuþörf. Þú getur líka stillt þægindastýringuna svo að hún henti þínu verki.

Loftræstingarvalmöguleiki

Loftræstingarvalmöguleiki

​Uppfært valkvæmt loftræstikerfi með betrumbættu flæði og dreifingu lofts í kringum notandann.

Megin nýsköpun sem falin er í MF 5M línunni er tækni. Þú getur nú notið góðs af Massey Ferguson tæknipakkanum sem fæst nú sem verksmiðjustilltur valmöguleiki. Þessar hagnýtu og sjálfbæru lausnir gera vélina að öflugum bandamanni í nútíma bústjórnun og tryggja fjölhæfni, skilvirkni og auðvelda notkun.
Fieldstar 5 snertiskjárinn

Fieldstar 5 snertiskjárinn

Í MF 5M er möguleiki á Fieldstar 5, 9 in. snertiskjá með hyggjuvitsmóti sem samþættir allan MF Smart Farming pakkann og er auðveldur í notkun. 

MF GUIDE

MF GUIDE

FM 5M veitir leiðsögn með MF Guide þar sem nákvæmnin er á stigi innan við metra, sem eykur þægindi í akstri, sparar ílög og kostnað og hámarkar afkomu fjárfestinga.

MF Connect

MF Connect

Valkvæma fjarmælingareiginleikinn MF Connect veitir vélarstjórnarupplýsingar á rauntíma sem auðveldar að sjá fyrir viðhaldsþarfir og hámarka nýtni.

Isobus

Isobus

Tengdu tengitækið beint við stjórntæki dráttarvélarinnar til að auka þægindi og skilvirkni.

MF Rate control

MF Rate control

MF Rate Control leyfir sjálfkrafa breytileika í sáningu og notkunarhlutföllum í samræmi við leiðbeiningum á forskriftarkorti.

MF Section control

MF Section control

Notaðu MF Section control til að skipta á milli allt að 96 hólfa til þess að koma í veg fyrir skörun og að hólf verði eftir, og til að spara eldsneyti.

MF TASKDOC™

MF TASKDOC™

MF TaskDoc™ skráir upplýsingar hratt og auðveldlega til þess að skapa spildugögn, útbúa verkskýrslur og halda nákvæma skrá yfir efnisnotkun. 

Gæði fyrir peninginn með yfirgripsmiklu MF Services.
MF Always Running

MF Always Running

Býður uppá lánsvélaflota til að tryggja þér lágmarkstruflun á nýtingartíma. Hvort sem MF vélin þín er í þörf fyrir þjónustu eða viðgerð koma tímabundnar lánsvélar sér vel til að halda framleiðslunni gangandi.

MF By You

MF By You

Býður upp á úrval aukahluta frá verksmiðjunni í Beauvais, þar sem þú sérsníðar dráttarvélina til þess að hún uppfylli allar þínar þarfir.

MF Care

MF Care

Tryggir hugarró með yfirgripsmiklum ábyrgðarpakka sem nær yfir allar MF vélarnar þínar og tryggir áreiðanlega frammistöðu allan líftímann.

MF varahlutir

MF varahlutir

Býður upp á upprunalega AGCO varahluti til þess að tryggja hámarks skilvirkni og endingu sem skilar sér í hámarks afköstum.

MF eftirsala

MF eftirsala

Tryggir dygga þjónustu umboðsmanna og tæknimanna auk fyrirbyggjandi áminninga um þjónustu til þess að hámarka nýtingartímann hjá þér.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)*

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)**

Lyftigeta (kg)

MF 5M.95 95 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4 405 4,300
MF 5M.105 105 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4 440 4,300
MF 5M.115 115 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4 460 4,300
MF 5M.125 125 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4 520 5,200
MF 5M.135 135 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4 545 5,200
MF 5M.145 145 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4 560 5,200

LÁNSVÉLAFLOTINN ÞINN

FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA VIÐ VIÐSKIPTAVINI
- HÁMARKSSKILVIRKNI
- FULLT TRAUST

SÖNNUN FYRIR ÁREIÐANLEIKA

MF Always Running, sem alltaf er í boði í gegnum MF umboðsskrifstofur, sér eigendum dráttarvéla frá okkur fyrir lánsvélum svo vinnan geti haldið áfram með lágmarkstruflunum á meðan verið er að sinna viðhaldi eða viðgerðum á dráttarvélum, baggavélum og gaffallyfturum þeirra.

Sjá meira

Einföld og áreiðanleg þjónusta

MF Always Running lánsvélaflotinn býður uppá dráttarvélar, baggavélar og gaffallyfturum sem söluaðili þinn hefur valið útfrá þörfum flestra bænda á hans svæði.

Dráttarvélar geta komið með framtengi og flæðislokum að framanverðu, eftir dráttarvélalínum.

Búfjárræktun/ Mjólkurbú/ Blönduð notkun

85hö - 145hö flokkur

Blönduð notkun

140 hö - 180 hö flokkur

Ræktunarland

150hp-210hp

Ræktunarland/ verktaki

200hö - 305hö flokkur

Ræktunarland/ verktaki

320hö - 425hö flokkur
(Dyna-VT)

MF 4710 M, 100hpMF 6S.180, 180hpMF 7S.180, 180hpMF 8S.265, 265hpMF 9S.425, 425hp
MF 5711 M, 115hpMF RB 4160VMF 7S.210, 210hpMF 8S.305, 305hpMF RB 4160V
MF 5S.145, 145hpMF TH.7038 MF RB 4160VMF RB 4160VMF TH.7038
MF RB 4160V MF TH.7038MF TH.7038 
MF TH.7038     

* Vinsamlegast hafið samband við söluaðila Massey Ferguson á þínu svæði til að vita hvaða tæki eru tiltæk. Skilmálar geta verið breytilegir eftir markaðssvæðum og löndum.

Finna söluaðila

Bær / borg*