MF RB-lína lauskjarna rúllubindivéla - ProTec
Massey Ferguson RB 3130F Protec (Protection baler & Professional Technology) býður upp á alla kosti lauskjarna bindivélar ásamt sambyggðri pökkunarvél svo hægt sé að binda og pakka í einu. Baggarnir eru þannig strax varðir fyrir veðri og vindum auk þess sem fóðurgæðin eru varðveitt. Ökumaður hefur síðan meiri tíma aflögu til að stafla böggunum, flytja þá eða byrja að vinna á öðru túni.
Helstu kostir
Tækni og nýsköpun
Spíral baggahólf
Nýtt og endurbætt hólfið er „spírallaga“ með dálítið minna þvermáli að framan, sem gerir að verkum að mötunin og snúningur baggans gengur betur fyrir sig, sem gerir baggann þéttari í sér og sér til þess að netið grípi betur þegar því er vafið utan um hann.
Xtracut
Massey Ferguson Xtracut búnaðurinn er hannaður fyrir hámarksafköst og getur verið útbúinn 13, 17 eða 25 hnífum. Hnífabúnaðurinn er með lengstu hnífum sem völ er á og því fer ekkert efni í gegn óskorið.
Xtracut hnífaeiningar
Á Xtracut 17 og 25 eru tvær vökvaknúnar hnífasamstæður sem stýrt er hverri fyrir sig úr stýrishúsinu ef þess er óskað. Notandinn getur valið á milli að virkja eina hnífaeiningu eða tvær hnífaeiningar eða að afvirkja alla hnífa.
Powergrip kefli
Í baggahólfinu eru 18 Powergrip kefli sem tryggja gott grip og hraðari snúning á bagganum svo hann verði þéttari og lögun hans betri.
Powergrip rörkefli
Keflin eru með 10 rifflum og eru gerð úr samskeytalausu, gegnheilu röri. Þau eru þekkt fyrir endingu og afköst, enda hefur hönnun þeirra sannað gildi sitt sem og geta þeirra til að þola erfiðustu skilyrði.
Hydroflex stýring
Í þeim tilgangi að hámarka skilvirkni vinnu á túninu og lágmarka truflanir eru MF rúllubaggavélarnar útbúnar einstöku öryggiskerfi með hydroflex stýringu sem virkar í tveimur þrepum:
Hydroflex stýring - Þrep 1
Fyrsta þrep Hydroflex stýringar leyfir hreyfingu á framhluta gólfsins í mötunarhólfinu og kemur sjálfkrafa í veg fyrir 80% af hugsanlegum teppum, sem sér til þess að þú getir haldið áfram að vinna án truflana.
Hydroflex stýring - Þrep 2
Ef alvarleg stífla myndast virkjar ökumaður annað þrep Hydroflex stýringar sem losar um teppuna með því að lækka afturhlutann á gólfi mötunarborðsins vökvaknúið úr stýrishúsinu, en þannig getur efnið streymt auðveldlega í gegn og minni tími fer til spillis.
HRATT ENDURHLEÐSLUKERFI
Hratt endurhleðslukerfi er staðalbúnaður og gerir kleift að bera eina vararúllu í rúllubindivélinni. Hægt er að skipta um rúllu á nokkrum mínútum og lengja þannig virkan vinnutíma og auka afköst.
ProTec stjórnborð
Ytri stjórnborð aftan á baggavélinni leyfir stýringu baklokans, bindihrings og borðs, og filmuklemma til að geta skipt um filmurúllu á auðveldan hátt, eða sinnt viðhaldi eða viðgerð.
ProTec flutningsstilling
Í flutningsstillingu er bindihringurinn felldur upp og heildarlengd vélarinnar þar með minnkuð í 5,9 m til að auka öryggi við flutning og gera vélina meðfærilegri.
ProTec stýriplötur
Til viðbótar við lyftiarminn felur nýja hönnunin í sér tvær virkar stýriplötur á báðum hliðum baggavélarinnar sem beina bagganum að miðju pökkunarborðsins en þannig verður ferlið við færslu baggans bæði hraðvirkara og öruggara.
Net- og filmubindieining
Nýtt þægilegt hleðslu- og endurhleðslukerfi til að skipta hratt á milli 3 rúlla af neti eða filmu. Filmu binding býður upp á fullkomna lögun á rúllubagga, minna fóðurtap og meiri vernd. Hægt er að farga bindiefni og umbúðum saman.
Þvottatankur á vél
Nýr þvottatankur er nú fáanlegur, mjög gagnlegur til að þrífa hendur eftir að neti eða filmurúllu hefur verið skipt út. Þvottankurinn er með innbyggðum sápugjafa í lokinu. Nauðsynlegt til að halda stýrishúsi dráttarvélar alltaf hreinu.
Nýr ljósabúnaður LED
Til að auka þægindi, öryggi og framleiðni, er nýr búnaður með 3 LED ljósum fáanlegur á Protec gerðum, með einu ljósi fyrir umbúðahluta og 2 ljós undir hliðarplötunum: að vinna dag og nótt þegar þér hentar!
Fljótandi rúllu haldari
ProTec- rúlluveltirinn er studdur af gormlestuðum stimpli sem veitir stuðning við losun. Hann er tengdur vélinni eins og með algengum endum beislisbúnaðar á dráttarvélum og er felldur í flutningsstöðu með einum smelli á handtölvu.
Varionet netbindikerfi
Þaulreynt Varionet netbindikerfið er með sérstakan búnað sem strekkir á netinu og breiðir úr því auk þess sem það getur unnið með net í mismunandi breidd og af mismunandi gerðum – þannig gengur bindingin hratt fyrir sig, frá brún til brúnar eða yfir brúnina.
ProTec baggabindikerfi
Þegar bagginn hefur verið færður yfir á mitt bindiborðið byrjar vökvaknúinn bindihringur að snúast um hann áður en baklokinn lokast að fullu og nær þannig að ljúka bindiferlinu áður en næsti baggi er fullmótaður.
Rúllubaggar - staðsetning sópvindu
Á rúllubaggavélunum frá Massey Ferguson er sópvindan staðsett mjög nálægt stjörnunum, sem bætir uppskerustreymi og dregur úr hættu á stíflunum.
ProTec bindiborð
Vökvastýrt bindiborðið samanstendur af tveimur keflum og þremur endalausum reimum sem settar eru upp á rafsoðna grind sem gerir borðið extra slitþolið.
ProTec bindiborðsnemi
Nemi undir miðjureiminni gerir að verkum að binding baggans getur aðeins hafist þegar bagginn situr tryggilega á borðinu, á meðan fjögur stór hliðarstuðningskefli halda við baggann á meðan hann er bundinn inn.
ProTec hjólbarðar
Massey Ferguson ProTec línan er útbúin stórum lágþrýstingshjólbörðum sem minnka þjöppun jarðvegs. Þeir veita aukinn stöðugleika og meðfærileika í spilduendum án þess að valda skemmdum á jarðvegi, einnig í blautum aðstæðum.
ProTec filmurúlluhaldarar
Tólf filmurúlluhaldarar eru staðsettir í aðgengilegri hæð báðum megin við baggavélina og tvær auka rúllur sem settar eru upp á bindivélina hjálpa til við að auka skilvirkni vinnustunda.
ProTec baggalosunarkerfi
Með mjúklega baggalosun að leiðarljósi er bindiborðið lækkað, sem lágmarkar rúlluhraða baggans, kemur í veg fyrir skemmdir á filmunni og tryggir bestu mögulega lögun.
Kamblaus sópvinda
Kamblaus hönnun sópvindunnar frá Massey Ferguson býður upp á aukinn vinnuhraða. Færri hreyfanlegir hlutar gera að verkum að kamblausa sópvindan er hljóðlátari, einfaldari og áreiðanlegri. Lítil viðhaldsþörf og færri stillingar spara tíma og auka afköst.
ProTec bindihringur
Bindihringurinn er drifinn af tveimur gúmmikeflum sem tryggja nægilegt gripyfirborð, útiloka að bagginn renni til og minnka hávaða.
Fimm tindaarmar
Í sópvindukerfinu eru fimm tindaarmar með aðeins 64 mm millibili sem sjá fyrir auknum afköstum og mýkri og jafnari mötun á miklum hraða.
ProTec sterkbyggð grind
Sterkbyggð grindin er hönnuð til að þola mikið álag og hljóðlátur drifbúnaðurinn vinnur mjúklega með allt að 35 sn./mín. og pakkar þannig inn hverjum bagganum á fætur öðrum án vandkvæða.
Valkvæmur baggahallari
Valkvæmur baggahallari veltir bagganum upp á rönd sem kemur í veg fyrir að hann rúlli í burtu og auðveldar hleðslu á vagn. Notandinn getur einnig valið á milli sjálfvirkra eða handvirkra gerða.
E-Link Pro skjár
E-Link Pro skjárinn með ISOBUS eiginleikum býður upp á stóran bjartan skjá með skýra yfirsýn yfir fjölda breyta sem tryggja notandanum meiri upplýsingar og stýringarmöguleika fyrir baggavélina.
E-Link Pro leiðsagnarforrit
Sérhæfðar akurupplýsingar eða notandaupplýsingar, t.d. fjöldi bagga eða fjöldi vinnustunda, eru settar inn og safnaðar með auðveldum hætti með leiðsagnarforritinu og má síðar hala niður með USB tengi til að greina gögnin og afköstin.
ISOBUS
Notkun einnar stjórnstöðvar í stýrishúsinu í dráttarvélinni kemur í veg fyrir plássleysi og getur einfaldað notkun þannig að stjórnun verði nákvæmari í stað þess að notandi stýri aðgerðum með ólíkum stjórnstöðvum.
Miðlægir smurbakkar
Regluleg og nægileg smurning rúllulega er mjög mikilvæg, sérstaklega í mótdrægum aðstæðum. Miðlægir smurbakkar fyrir smurningu rúllulega eru staðsettir á aðgengilegum stöðum sem minnkar viðhaldstíma.
Powersplit gírkassi
Powersplit gírkassinn tryggir jafna skiptingu og flutning afls til að drífa stjörnueininguna öðru megin og keflin hinum megin, sem einfaldar driflínur og sparar heildar aflnotkun.
Sjálfvirk keðjusmurning
Sjálfvirk keðjusmurning með möguleika á stillingu fyrir hverja keðju tryggir nægilega áfyllingu smurolíu, minnkar viðhaldstíma og lengir endingartíma keðjanna. Notkun hágæða keðja í allri baggavélinni tryggir aukið slitþol.
Hönnun leguhúss
Baggahólfið getur orðið fyrir miklu álagi þyngdar frá öllum hliðum. Snjöll hönnun leguhúss býður upp á rúlluhreyfingu sem útilokar mesta álag á öxla á meðan á notkun stendur.
Fáanlegar gerðir
Gerð |
Þvermál hólfs (m) |
Breidd hólfs (m) |
Breidd sópvindu (m) |
Áætluð þyngd (kg) |
---|---|---|---|---|
MF RB 3130F PROTEC | 1,25 | 1,23 | 2,25 / 2,6 | 5.990 |
Deila