Hvað er Reman?

Endurnýting er ferli þar sem notaður búnaður er tekinn í sundur, flokkaður niður í öreindir og síðan skoðaður til að sjá hvaða íhlutir eru enn innan upprunalegra vikmarka og viðmiða svo hægt sé að nota þá til að endursmíða hlut sem er „eins og nýr“.

Reman er frábær kostur fyrir þig til þess að fá upprunalega varahluti frá framleiðanda sem eru „eins og nýir“ og með stuttum afgreiðslutíma auk þess sem þú sparar peninga með því að láta gamla íhlutinn ganga upp í kaupverðið.

Hver er ávinningurinn fyrir þig?

Hvers vegna hentar Reman þér?

Um leið og þig grunar að vélin þín sé í ólagi skaltu hafa samband við Massey Ferguson umboðið/þjónustuaðila.

1. Útskýrðu hvert vandamálið er
Þeir eru sérfræðingarnir og munu greina hvað er að, ráðleggja þér um kostina í stöðunni og gefa þér faglegt mat á því til hvaða ráðstafana skal grípa miðað við fjárhagslegt svigrúm þitt og aðstæður hverju sinni.

2. Fáðu tilboð
Umboðið gefur þér nákvæmar upplýsingar um kostnað og raunhæft mat á því hvenær aftur verður hægt að nota búnaðinn við vinnu. Ekki gleyma að fá upplýsingar um Reman-valmöguleikann líka!

3. Pantaðu tíma
Þú getur annaðhvort farið með vinnuvélina þína til umboðsins/þjónustuaðila eða að starfsmenn þeirra koma til þín. Umboðið/þjónustuaðili finnur dagsetningu og tíma sem hentar þér og sér til þess að varahlutirnir verði tilbúnir.

4. Sæktu vinnuvélina þína
Eftir viðgerðina getur þú treyst því að vandamálið sé leyst. Ekki gleyma 12 mánaða verksmiðjuábyrgðinni á varahlutunum.

Endurnýttir varahlutir frá verksmiðju, smíðaðir samkvæmt sömu viðmiðum og vikmörkum og upprunalegi búnaðurinn bjóða viðskiptavinum okkar upp á viðbótarvalkost þegar ákveða þarf hvort skipta eigi um búnað eða greina og gera við bilun. Með Reman bjóðum við upp á hagkvæman endurnýttan búnað sem er traustur, áreiðanlegur og með 12 mánaða ábyrgð AGCO. Það getur einnig tekið skemmri tíma en að greina og gera við bilun á staðnum.

Frekari upplýsingar fást hjá Massey Ferguson umboðinu á þínu svæði.

AGCO Reman-vörur

Úrval okkar af hágæðavörum nær yfir meira en 5000 varahluti og sífellt bætist við listann.
Vélarhlutar

Vélarhlutar

Ef þörf er á að skipta um sveifarás eða strokklok (hedd), athugið fyrst AGCO Reman. Það er ódýrara en nýtt, betra en lagfært og með afkastagetu sem hægt er að ábyrgjast. Spurðu Massey Ferguson söluaðila þinn um AGCO Reman!

Innspýtingarbúnaður fyrir eldsneyti

Innspýtingarbúnaður fyrir eldsneyti

Oft er hægt að finna varahluti þegar hlutar í eldsneytisdælunni eru slitnir eða bilaðir - en færa þeir varahlutir þér eins mikla hugarró og 12 mánaða ábyrgð sem kemur með AGCO Reman einingu. Lágmarks biðtími!

Vökvakerfi

Vökvakerfi

Úrval okkar af endurframleiddum vökvadælum og strokkum henta flestum MF dráttarvélum og kornþreskivélum. Þessar einingar eru veigamiklar öryggisins vegna, hvers vegna taka áhættu þegar AGCO Reman lausn er hagkvæm og veitir þar að auki hugarró.

Rafeindabúnaður

Rafeindabúnaður

Þú getur fullvissað þig um að allur AGCO Reman rafeindabúnaður er í samræmi við nýjustu OEM tæknilýsingu - ef hún hefur verið uppfærð munt þú fá rétta útgáfu.

Kælikerfi

Kælikerfi

Í sumum MF gerðum með AGCO Power vélum er kostur á AGCO Reman vatnsdælu. Þær eru framleiddar í vélaverksmiðju okkar í Finnlandi samkvæmt sömu tæknilýsingu og nýjar. Athugið hvort kostur er á AGCO Reman dælu næst þegar þarf að skipta.

Gírkassi

Gírkassi

Það er að öllum líkindum hraðvirkara og hagkvæmara þegar til lengri tíma er litið að setja í endurframleiddan gírkassa en að fara með þann gamla í viðgerð. Þú veist kostnaðinn fyrirfram - enginn aukakostnaður seinna í ferlinu.

Vélar

Vélar

AGCO Reman býður upp á úrval endurframleiddra blokka, blokka með hausum og lokum, og tilbúnar vélar, hvort sem um er að ræða Perkins vél eða AGCO Power vél.

Öxlar

Öxlar

Fyrir sumar gerðið er kostur á endurframleiddum framöxli. Úrvalið vex stöðugt er við kynnum nýja varahluti og því er alltaf gott að spyrja söluaðila hvort kostur sé á AGCO Reman.

Turbohleðsla

Turbohleðsla

Þetta sett er sérhannað með milljón snúninga á u.þ.b. 8 mínútum. Ekki taka áhættuna með skammtímaviðgerð, veljið heldur AGCO Reman lausn sem er framleidd samkvæmt OEM stöðlum með ábyrgð upp á mun fleiri milljónir snúninga.

Endurnýting er ekki sambærileg við viðgerðir eða endurnýjun.

 ViðgerðEndurnýjunAGCO Reman 
Íhlutir teknir alveg í sundur og skoðaðir 

x

x

Öllum slitnum og & skemmdum hlutum skipt út fyrir varahluti frá framleiðanda 

x

Allir hlutir skoðaðir með tilliti til frávika frá upprunalegri forskrift framleiðanda 

x

x

Ítarleg verksmiðjuprófun eftir samsetningu 

x

x

Enginn óvæntur kostnaður 

x

Full 12 mánaða ábyrgð (sama og fyrir nýjan varahlut) 

x

x

 

Viðgerð felur í sér greiningu og að skipt er um slitinn eða skemmdan hlut.

Endurnýjun er almenn skoðun sem getur falið í sér að skipt er um algenga slithluti.

AGCO Reman felur í sér að búnaðurinn er tekinn alveg í sundur og endursmíðaður samkvæmt upprunalegri forskrift framleiðanda með ítarlegri verksmiðjuprófun.

Varahlutalistar AGCO

Varahlutalistar AGCO

UPPFLETTING FYRIR UPPRUNALEGA AGCO-VARAHLUTI

Sjá meira

Finna söluaðila

Bær / borg*