MF 5700 M

Með þessari nýju og einföldu línu býður Massey Ferguson upp á nútímalegar, öflugar og álagsþolnar dráttarvélar sem sjá bændum fyrir einstakri afkastagetu.

Fimm nýjar MF 5700 M-dráttarvélar með fjögurra strokka vélum bjóða upp á val á milli vandaðs 12 x 12 gírkassa eða hinnar margrómuðu Dyna-4-gírskiptingar. Með allt að 5,2 tonna lyftigetu eru þær tilvaldar fyrir hvers kyns vinnu á akri eða túni sem og við hleðslu eða flutninga.

Allar bjóða þær upp á margs konar nútímalega eiginleika, eru vel búnar og fáanlegar með úrvali aukabúnaðar og fylgihluta.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Kraftur til að takast á við hvaða verkefni sem er.
Dyna-4

Dyna-4

Tilkomumikil og skilvirk hönnun Dyna-4 gírkassans býður uppá óviðjafnanlega framleiðni, stjórnunarmöguleika og hentugleika sem fylgir kúplingarlausri skiptingu á milli 16 áfram og 16 afturábak gíra.

AutoDrive

AutoDrive

AutoDrive (valkostur) veitir sjálfvirka skiptingu og vinnur á máta: AutoDrive Power máti (Powershift skiptir við 2.100 snún./mín.) og AutoDrive Eco máta (Powershift skiptir við 1.500 snún./mín.).

Bremsa í hlutlausan

Bremsa í hlutlausan

Rofi til að bremsa í hlutlausan (valkvæmur) virkir samtímis kúplinguna þegar ýtt er á bremsupedalann. Þetta léttir undir með notandanum og eykur skilvirkni og þægindi sérstaklega í verkefnum með ámoksturstæki.

Aflstýring

Aflstýring

Aflstýringarlokinn veitir möguleika á einföldum þrjár-í-einni aðgerðum. Notendur geta skipt á milli áfram gíra og afturábak gíra, skipt með Dynashift hraðastillingum og valið hlutlausan til að hafa hægri höndina lausa.

Hægri T-handfang

Hægri T-handfang

Færið T laga handfang gírkassastýringarinnar einfaldlega áfram eða afturábak til að skipta upp eða niður í gegnum Dynashift gírhlutföllin fjögur. Til þess að skipta á milli sviða skal einfaldlega ýta á sviðvalshnappinn þegar þú flytur stöngina.

Super Creeper valmöguleiki

Super Creeper valmöguleiki

Super Creeper valmöguleikinn er einnig í boði fyrir verkefni sem krefjast lítils hraða, niður í 140 m/klst.

Dráttarvélarnar í MF 5700 M-línunni eru hannaðar með það fyrir augum að vera þægilegar og einfaldar í notkun – erfiðisvinna verður leikur einn.
Heilt flatt gólf

Heilt flatt gólf

Heilt flatt gólf skapar einstaklega aðgengilega og rúmgóða vinnuaðstöðu með 1300 mm vídd á milli stólpa.

Mælaborð

Mælaborð

Þetta háþróaða mælaborð sýnir hraða vélar og aflúttaks, tíma á milli viðhalds, eldsneytisnýtingu, ekna vegalengd, unnið landsvæði, olíuhitastig og vinnustundir dráttarvélarinnar, vélarhraðaminni og upplýsingar um þjónustuþörf.

360 SKYGGNI

360 SKYGGNI

Gott skyggni yfir vélarhlífina og fyrirferðarlítið „all in one“ SCR-kerfið sér ökumanni fyrir 360° yfirsýn sem eykur þægindi og öryggi til muna.

Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi

Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi

Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi leggur sitt að mörkum við að jafna út hæðótt landslag með tveimur höggdempurum.

Lykillinn að góðum rekstri er að velja dráttarvél sem ræður vel við nútímatækjabúnað og getur nýtt hann til fulls á mismunandi sviðum landbúnaðar. Það eru engin takmörk fyrir því hversu fjölbreytt úrval knúinna tengitækja er hægt að nota með MF 5700 M-dráttarvélunum.
NÝR STÝRPINNI Á SÆTISARMI

NÝR STÝRPINNI Á SÆTISARMI

Nýr rafrænn fjölnota stýripinni er fáanlegur á MF 5700 M Dyna-4. Hann gerir ökumanni kleift að stjórna ámoksturstæki sem og gírskiptingu áfram, afturábak og hraðskiptingu.

100 lítra samanlagt flæði

100 lítra samanlagt flæði

Með því að þrýsta á einn hnapp flytur vökvakerfið 100 l./mín. olíuflæði sem gerir þér kleift að fá aukinn hraða og aukið afl í ámokstursaðgerðum.

Sjálfstætt aflúttak

Sjálfstætt aflúttak

Góð stjórn kemur frá nútímalegri kúplingu með sjálfstæðu aflúttaki, sem er raf-vökvatengd og auðveldar tenginguna til að vernda driflínuna.

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautriðjandi ELC kerfið er staðalbúnaður. Kerfið veitir nákvæma og snarpa notkun tengibúnaðar og tryggir rétta stýringu á vinnsludýpt fyrir tengitæki sem vinna í jarðveginum og á vinnsluhæð fyrir önnur tengitæki.

AFTURÖXULL

AFTURÖXULL

Sterkbyggð steypihönnun öxulsins býður uppá nýja innbyggðar takmörkunareiningar sem nýta stjörnugíra til að ná loka hraðatakmörkuninni.

VISIO ÞAK

VISIO ÞAK

Margir notendur kunna að meta Visio þakið sem valkost, því það veitir fullkomið skyggni við hleðslu bagga eða ámokstur tengivagna. Þakið er með fullgilda fallgrind (FOPS).

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)*

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)**

Lyftigeta (kg)

MF 5709 M 95 AGCO Power 4 strokka Dyna-4 406 4.300
MF 5710 M 105 AGCO Power 4 strokka Dyna-4, Samhæfð vélræn 12 x12 435 4.300
MF 5711 M 115 AGCO Power 4 strokka Dyna-4, Samhæfð vélræn 12 x12 455 4.300
MF 5712 M 125 AGCO Power 4 strokka Samhæfð vélræn 12 x12 520 5.200
MF 5713 M 135 AGCO Power 4 strokka Samhæfð vélræn 12 x12 540 5.200
* Við 2,000 sn./mín. | ** Við 1500 sn./mín.

Einstakir skjávarar

Halaðu niður einstökum skjávara fyir tölvuna þína eða snjalltækið þitt hér.

Halaður niður skjávara fyrir skjáborðið (víddi 2560x1600)

Halaðu niður skjávara fyrir snjalltæki (víddi 1080x1920)

Halaðu niður einstökum skjávara fyir tölvuna þína eða snjalltækið þitt hér.

Halaður niður skjávara fyrir skjáborðið (víddi 2560x1600)

Halaðu niður skjávara fyrir snjalltæki (víddi 1080x1920)

Finna söluaðila