Hönnuð til að bjóða bændum upp á fleiri valkosti

Nýju kornþreskivélarnar í Activa S-línunni frá Massey Ferguson bjóða upp á fjölda hagnýtra og afkastaaukandi eiginleika. Ökumaðurinn nýtur meiri þæginda og boðnir eru einfaldir valkostir varðandi útbúnað.

Á meðalstórum til stórum býlum þarf oft að þreskja mismunandi tegundir korns og þarf hver vél því að bjóða upp á sem best úrval stillinga til að skila sem bestum niðurstöðum í hverju tilviki fyrir sig. Kannanir hafa sýnt að til þess að ná þessum árangri þurfa stjórnendur vélanna hagnýtar lausnir og þeir leggja áherslu á einfaldleika og þægindi.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Byrjar vel, endar vel – það veltur á sópvindunni hversu góðu verki kornþreskivélin skilar. Massey Ferguson býr yfir mikilli reynslu á þessu sviði og býður annars vegar upp á fyrsta flokks PowerFlow™-skurðarborð og hins vegar upp á afkastamikil FreeFlow™-skurðarborðin. Bæði borðin eru með afkastaaukandi eiginleika á borð við sjálfvirka hraðastillingu sópvindu og háþróaða hæðarstillingu á skurðarborði.
FreeFlow

FreeFlow

Þar sem skurðarbreiddin er 4,2 m – 7,6 m, er Freeflow™ borðið útbúið rafsoðinni grind sem þil (t.d. kornplötur) eru fest á með boltum, nokkuð sem auðveldar til muna að skipta út varahlutum.

PowerFlow

PowerFlow

PowerFlow™ er skurðarborðið sem er til viðmiðunar í geiranum með meiriháttar afköst í langflestum aðstæðum. Þetta sannreynda reimadrif knýr uppskeruna inn í þreskivélina með hnökralausu flæði.

Aflfæðulínurúlla

Aflfæðulínurúlla

Aflfæðulínurúlla (aðeins í MCS útfærslum) er staðsett fyrir framan aðal færistokkinn og gefur jafnt uppskeruflæði frá skurðarborði inn í aðal færistokkinn. Hægt er að snúa henni við með einföldum og öruggum hætti frá stýrishúsinu.

Valkvæmur tæmisnigill fyrir repjurækt

Valkvæmur tæmisnigill fyrir repjurækt

Valkvæmur repjutæmisnigill fyrir PowerFlow skurðarborð eykur flæði hárra plantna inn í færistokkinn og eykur þar með afkastagetuna. Tveir rafdrifnir hliðarhnífar koma einnig með repjuræktarsettinu.

Færisnigilsfingur yfir alla breiddina

Færisnigilsfingur yfir alla breiddina

Fingur sem ná yfir alla breidd færisnigilsins á Freeflow™ skurðarborðinu auka alla framleiðni færisnigilsins sem tryggir jákvætt og hratt flæði inn í færistokkinn.

PowerFlow hnífur

PowerFlow hnífur

Hnífurinn er gegnheill staðsettur 1,14 m frá færisniglinum sem veitir bætta yfirsýn og afköst. Rifflaðar PowerFlow™ reimarnar knýja uppskeruna frá hnífnum og inn í aðalfærisnigilinn á jöfnum hraða.

Schumacher hnífur - FreeFlow skurðarborð

Schumacher hnífur - FreeFlow skurðarborð

Schumacher hnífur er álitinn afkastamesti hnífurinn í geiranum og sker 1.254 skurði á mínútu. Sjálfhreinsandi og sjálfslípandi, þetta tryggir jafnt flæði uppskeru í erfiðum aðstæðum.

TerraControl II

TerraControl II

TerraControl II býður upp á blöndu af sjálfvirkum eiginleikum staðlaða fyrir hæðarstjórnun skurðarborðs (FreeFlow™ or PowerFlow™), svarðarfleytingarkerfi (jarðvegsþrýstingur), og stjórnkerfi fyrir spilduenda - öllum mælieiningum er stjórnað með stjórnlokanum.

Sterkbyggð, áreiðanleg og skilvirk: Kjarninn í MF ACTIVA S er hannaður til að skila bændum sem mestum ávinningi.
Rafsveigir

Rafsveigir

Hismidreifari með fjölda stillinga og tvöfaldri stjörnu er valkvæmur. Rafsveigir fyrir stráskurðareininguna er valkvæmur, hann getur breytt stefnu stráa frá óskorinni uppskeru, ef þess þarf.

Multicrop Separator - MCS

Multicrop Separator - MCS

MCS eiginleikinn býður upp á stórt þreskipláss þar sem eins mikið korn er fjarlægt og hægt er áður en uppskeran berst í hálmhristilinn. MCS getur snúið þreskivalnum yfir topp hálmvindunnar þegar ekki er þörf á henni.

Hálmhristill

Hálmhristill

Langir hálmhristlarnir eru með fjórum þrepum með svokölluðum „virkum hliðum“. Lóðréttu hlutar hristilþrepanna eru 21 cm á hæð og samanstanda af grindum sem hleypa í gegnum sig. Framþrep hálmhristlanna eru sérstyrkt fyrir maís.

Strásaxari

Strásaxari

Strásaxarinn er sérhannaður til að uppfylla söxunar- og dreifingarskilyrði bænda með minna unninn jarðveg. Hnífarnir eru skörðóttir til að gefa jafnari skurð og minnka aflnotkun.

Hristiskór

Hristiskór

Afköst hristillengingarinnar eru tryggð með hönnun sigtanna. Afkastamikil sigtin eru sérhönnuð með lóðréttum rimlum sem bæta efnið afurðina og hægt er að opna lengra bil á milli rimlanna til þess að meiri afurð berist í gegn.

8.600 lítra Korngeymir

8.600 lítra Korngeymir

Korngeymarnir rúma heila 8.600 lítra og bjóða upp á einstaklega hraðvirka losun með 105 l/sek. Tæmisnigillinn vinnur vel með hæstu eftirvögnum, hvort sem er úti á akri eða á veginum.

Títubrjótar

Títubrjótar

Títubrjótarnir veita auka þyngd með álagsmótstöðulistum sem auka við þreskigetuna og gera þreskinguna harðari. Þetta minnkar álag á drifin, aflþörf, og eldsneytisþörf.

Þreskihvelfa

Þreskihvelfa

Þreskihvelfan er fáanleg með mismunandi bili á milli víra og aftari endi hvelfunnar er með helmingi fleiri víra en framendinn. Þetta sýnir sig í fullkomnu jafnvægi á milli hámarks þreskiframleiðni og góðu flæði korna í gegnum hvelfuna.

Sveigjanleiki er lykilatriði – Nýju kornþreskivélarnar í ACTIVA S-línunni frá Massey Ferguson eru hannaðar til að bjóða bændum upp á fleiri valkosti og státa af fjölda hagnýtra og afkastaaukandi eiginleika fyrir hvers kyns uppskeru og skilyrði.
Nýja ParaLevel kerfið

Nýja ParaLevel kerfið

Einfaldur samhliða tengibúnaður sér til þess að hægt er að breyta hallanum án fyrirhafnar úti á akri. Bæði MF 7345 MCS og MF 7347 MCS eru í boði í ParaLevel útgáfu, en þetta einkaleyfisverndaða kerfi býður upp á hallastillingu í allt að 20% halla (með fjórhjóladrifi) og 15% halla (með tvíhjóladrifi).

Hrísgrjónaþreskivölur

Hrísgrjónaþreskivölur

Sérhannaður hrísgrjónaþreskivölur er í boði með einstökum hælum og tönnum, séstaklega fyrir þreskingu í erfiðum aðstæðum.

Það eru grundvallaratriði í góðri hönnun stýrishúsa að þau séu rúmgóð, þægileg og veiti góða yfirsýn. Nýja Proline-stýrishúsið býður upp á öll þessi atriði og tryggir þannig að ávallt fari vel um ökumanninn. Stórir rafstilltir speglar gefa ökumanninum einnig einstaklega góða yfirsýn, m.a. yfir sópvinduna, kornhána, losunarbúnaðinn og afturhluta vélarinnar.
Flatt himnulyklaborð

Flatt himnulyklaborð

Flatt himnulyklaborð er að finna hægra megin við armbríkina og er notað til að stjórna helstu aðgerðum vélarinnar. Mjúkir upphleyptir hnappar leiða þig beint í valmyndir í TechTouch 2 stjórnborðinu.

PowerGrip Armbrík

PowerGrip Armbrík

Þessi armbrík fyrir hægri hönd er aðal stjórneining vélarinnar þar sem aðaltengirofar vélarinnar eru staðsettir á sama stað og inngjafarstýringin. Stór mjúkur púði fyrir handlegginn er hannaður með hámarks þægindi í huga fyrir langa vinnudaga.

TechTouch 2 stjórnstöð

TechTouch 2 stjórnstöð

TechTouch 2 stjórnstöðin er í fullkominni sjónlínu og innan handar og veitir hún allar mögulegar upplýsingar um afköst sem þarf til að stilla þreskivélina. Valmöguleikarnir í snertiskjánum eru notandavænir og stillanlegir.

PowerGrip loki

PowerGrip loki

Höndin venst nýja notendaviðmótinu af sjálfri sér - Fjölnota PowerGrip lokinn er ofan á armbríkinni þar sem allir aðaltengirofar vélarinnar eru einnig staðsettir.

Næturvinnupakki

Næturvinnupakki

Næturvinnupakki inniheldur H9 ljósakastara sem veitir framúrskarandi alhliða skyggni allt kvöldið og fram á nótt.

AGCO Power-vélin. Hjartað í vinnuvélinni.
AGCO Power vél

AGCO Power vél

AGCO Power vélin er hönnuð til að uppfylla kröfur nýjustu mengunarstaðla með þriðju kynslóðar SCR tækni og er því ein sú háþróaðasta sem völ er á í dag.

AGCO Power vélarafköst

AGCO Power vélarafköst

Eldsneytisinngjöfin er hönnuð til að halda flatri togkúrvu, sem þarf til að veita samfellda inngjöf undir álagi þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þar að auki getur þú reiknað með minni núningi og órtúlega lítilli eyðslu á hvert tonn sem þýðir framúrskarandi h

Með góðri hönnun gengur vinnan greiðar fyrir sig - Nýttu vel hannaða eiginleikana til fulls á degi hverjum.
Samsett panelljós

Samsett panelljós

Samsettir panelar auðvelda og flýta fyrir skoðun með ljósum fyrir næturvinnu.

Auðveld eldsneytisáfylling

Auðveld eldsneytisáfylling

Auðveld eldsneytisáfylling - geymarnir eru staðsettir hlið við hlið til að auðvelda aðgengi.

Auðveld skoðun

Auðveld skoðun

Stigahandfang eykur öryggi og aðgengi við skoðun.

Hreinsun vatnkassa

Hreinsun vatnkassa

Öruggt og einfalt aðgengi til að hreinsa vatnskassann.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)*

Stærð korngeymis (l)

Losunarhraði (l/sek.)

Hámarks skurðarbreidd (m)

Vél

MF Activa S 7345 260 8.600 105 7,6 AGCO POWER 6 strokka, 7,4 l
MF Activa S 7345 MCS 260 8.600 105 7,6 AGCO POWER 6 strokka, 7,4 l
MF Activa S 7345 MCS ParaLevel 260 8.600 105 7,6 AGCO POWER 6 strokka, 7,4 l
MF Activa S 7347 306 8.600 105 7,6 AGCO POWER 6 strokka, 7,4 l
MF Activa S 7347 MCS 306 8.600 105 7,6 AGCO POWER 6 strokka, 7,4 l
MF Activa S 7347 MCS ParaLevel 306 8.600 105 7,6 AGCO POWER 6 strokka, 7,4 l
* Allar upplýsingar fyrir MF Activa S 7347 innihalda 30 hestafla aukningu.

Finna söluaðila

Bær / borg*