AUKABÚNAÐUR SEM ER SETTUR UPP HJÁ UMBOÐINU

Upprunalegur Massey Ferguson-aukabúnaður býður upp á sömu framúrskarandi endingu og afköst og búast má við af Massey Ferguson-vinnuvél. Úrvalið er fjölbreytt, meðal annars tengibúnaður og aflúttök, dráttarbeisli, þyngdarklossar, loftræstibúnaður, grasbúnaður, vinnuljós og tæknilausnir á borð við Auto-Guide™ 3000. Fyrir allan upprunalegan aukabúnað gildir 12 mánaða ábyrgð AGCO*.

*Gildandi skilmálar eiga við og hægt er að óska eftir þeim. Um undanþágur kann að vera að ræða.

Aukabúnaður sem settur er upp hjá umboðinu:

  • Upprunalegir varahlutir verksmiðju hannaðir og samþykktir af verkfræðingum okkar
  • Vottaður og í samræmi við lög og reglur
  • Vönduð hágæðavara 
  • 12 mánaða ábyrgð AGCO gildir um allan upprunalegan aukabúnað frá framleiðanda*

UPPRUNALEGUR AUKABÚNAÐUR FYRIR MASSEY FERGUSON-VÉLINA ÞÍNA

Upprunalegi Massey Ferguson-aukabúnaðurinn er hannaður og smíðaður til að sjá bændum um allan heim fyrir hámarksafköstum og -áreiðanleika.
Tengibúnaður og aflúttak

Tengibúnaður og aflúttak

Úrval tengibúnaðs og aflúttaka sem hönnuð og samþykkt hafa verið af Massey Ferguson er trygging fyrir því að allir hlutar búnaðarins hafi verið prófaðir og staðfest hefur verið að þeir uppfylli kröfur um endingu og afkastagetu og að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum.

Tæknilegur aukabúnaður

Tæknilegur aukabúnaður

Um 80% aðfangakostnaðar í landbúnaði er breytilegur, t.d. kostnaður eldsneytis, áburðar, sáningaraðfanga, o.sv.frv. Með notkun MF Auto-Guidance eykur þú framleiðni og minnkar þennan kostnað.

Flæðislokasett

Flæðislokasett

Endurbótauppsetning eða skipti á flæðislokasetti veitir þér fjölhæfari Massey Ferguson vinnuvél með því að fá meira út úr eiginleikum vökvakerfisins.

Loftræstisett

Loftræstisett

Loftræstisett Massey Ferguson er samansett af 100% upprunalegum varahlutum sem hafa verið hannaðir til að þola notkun í lengri tíma við erfiðar loftlagsaðstæður, sem tryggir endingu sem þú getur treyst og áreiðanleg afköst loftræstingar.

Vinnuaðstaða ökumanns

Vinnuaðstaða ökumanns

Allt frá útvarpi og mynbandsupptökukerfi til loftræstisetts og upprunalegra Massey Ferguson sæta er hannað til að auka gæði vinnuaðstöðu ökumannsins. Tryggið öryggi með því að koma fyrir sjúkrakassa, slökkvitæki og viðvörunarþríhyrningi.

Grasþekjusett

Grasþekjusett

Að viðhalda fullkomnum skurði og fjölhæfum afköstum á akrinum. Ekki draga úr afköstum Massey Ferguson tækjanna þinna. Tryggið að nota aðeins upprunalega Massey Ferguson varahluti og íhlutasett.

Aukabúnaður bagga- og þreskivéla

Aukabúnaður bagga- og þreskivéla

Hvort sem unnið er að þreskingu eða baggagerð, og stefnt er að því að hámarka framleiðni, tryggðu þér verksmiðjuhannaðan aukabúnað sem settur er upp hjá umboðinu.

Afturkrókar

Afturkrókar

Mikið úrval af tengibúnaðslausnum er til staðar, allt frá sjálfvirkum krókuppsetningum til dragkróka. Allar lausnir eru hannaðar til að tryggja sterka og áreiðanlega tengingu við tengitæki og tengivagna.

Lóð

Lóð

Ómissandi hluti af uppsetningu vinnuvélarinnar er að tryggja að rétt þynging er notuð. AGCO varahlutir bjóða upp á úrval upprunalegra lóða sem hönnuð eru af Massey Ferguson og veitir Massey Ferguson dráttarvélinni þinni endingargóðar þyngingar.

FRAMLENGD ÁBYRGÐ – ALLT AÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á AUKABÚNAÐI*

Massey Ferguson-aukabúnaður sem er settur upp á vinnuvél með framlengdri ábyrgð innan 12 mánaða frá skráningu hjá umboði er í ábyrgð það sem eftir er ábyrgðartímans. 

Athugið að framboð vinnuvéla og aukabúnaðar kann að vera mismunandi eftir markaðssvæðum.
*Gildandi skilmálar eiga við og hægt er að óska eftir þeim. Um undanþágur kann að vera að ræða.

 

Finna söluaðila

Bær / borg*