Þegar tíminn vinnur ekki með þér gerum við það.
Ef þig vantar sterkbyggt og áreiðanlegt ámoksturstæki fyrir Massey Ferguson-dráttarvélina þína þarftu ekki að leita langt yfir skammt. MF-dráttarvélar með MF-ámoksturstækjum eru harðgerðustu og áreiðanlegustu vinnuþjarkar sem völ er á.
Ámoksturstækin í MF FL X-línunni eru hönnuð og smíðuð samkvæmt nýjustu tækni með það fyrir augum að þau séu afkastamikil, áreiðanleg og einföld í notkun, án þess að það komi niður á virkni dráttarvélarinnar eða torveldi viðhald.
Helstu kostir
Tækni og nýsköpun
Stillanleg leiðsögn
Leiðsagnarkerfið lætur notandann vita af staðsetningu tengitækisins. Það er auðstillanlegt og getur sýnt þegar skóflan eða lyftaragafflarnir eru samsíða jörðu.
Sterkir lamarpinnar
Allir pinnar eru sérstaklega sterkbyggðir og stórir í þvermál, en þeir eru einnig zinkhúðaðir og smyrjanlegir. Pinnalæsing útilokar hættuna á að pinnarnir snúist.
Innbyggðar lagnir
Allar lagnir og slöngur eru tryggilega varðar inni í lyftiarminum sem lágmarkar skemmdir á vökvakerfinu og hámarkar skyggni.
SoftDrive Fjaðurbúnaður
Hægt er að minnka álag á ámoksturstækið og dráttarvélina, og notandann, með valkvæmum höggdeyfandi fjaðurbúnaði, SoftDrive.
SafeLock
Þessi sniðuga öryggistækni tryggir að tenging tengitækja er alltaf nákvæm og rétt. SafeLock tæknin tryggir að læsipinnar tengitækjanna eru alltaf í læstri stöðu.
Skyggni
Ökumaður hefur óhindrað útsýni yfir tengitækið við hin ýmsu störf. Rúmgott stýrishúsið og lágt þverrörið á MF FL X-ámoksturstækinu tryggja óhindrað skyggni úr ökumannssætinu, sem auðveldar notkun ámoksturstækisins til muna.
Engin þörf á verkfærum
Ekki þarf að nota verkfæri við að tengja og aftengja ámoksturstækið sem þýðir að enginn tími fer til spillis á milli verka.
Hraðvirk losun
Til að losa tengitækið á fljótlegan hátt seturðu það einfaldlega niður á jörðina, setur stoðfæturna niður, losar um pinnana og aftengir vökva- og rafmagnstengingar milli ámoksturstækisins og dráttarvélarinnar.
Fáanlegar gerðir
Gerð |
Gerð |
Hámarks lyftihæð (m) |
Mesta lyftigeta |
---|---|---|---|
MF FL.3117X | Ósamsíða | 3,1 | 1.690 |
MF FL.3419X | Ósamsíða | 3,4 | 1.880 |
MF FL.3720X | Ósamsíða | 3,7 | 2.070 |
MF FL.3922X | Ósamsíða | 3,9 | 2.240 |
MF FL.3114X | Samsíða | 3,1 | 1.350 |
MF FL.3416X | Samsíða | 3,4 | 1.540 |
MF FL.3717X | Samsíða | 3,7 | 1.720 |
MF FL.3919X | Samsíða | 3,9 | 1.890 |
Deila