Þegar tíminn vinnur ekki með þér gerum við það.

Ef þig vantar sterkbyggt og áreiðanlegt ámoksturstæki fyrir Massey Ferguson-dráttarvélina þína þarftu ekki að leita langt yfir skammt. MF-dráttarvélar með MF-ámoksturstækjum eru harðgerðustu og áreiðanlegustu vinnuþjarkar sem völ er á.

Ámoksturstækin í MF FL X-línunni eru hönnuð og smíðuð samkvæmt nýjustu tækni með það fyrir augum að þau séu afkastamikil, áreiðanleg og einföld í notkun, án þess að það komi niður á virkni dráttarvélarinnar eða torveldi viðhald.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Þessi nýja lína ámoksturstækja með eða án samhliða færslu var hönnuð sérstaklega fyrir þessa línu dráttarvéla og er því að öllu leyti sniðin að þeim. Heildarhönnun, notagildi og fjöldi snjallra smáatriða auka við getu þessara öflugu tækja til að hjálpa þér að ná sem mestu út úr vinnudeginum.
Stillanleg leiðsögn

Stillanleg leiðsögn

Leiðsagnarkerfið lætur notandann vita af staðsetningu tengitækisins. Það er auðstillanlegt og getur sýnt þegar skóflan eða lyftaragafflarnir eru samsíða jörðu.

Sterkir lamarpinnar

Sterkir lamarpinnar

Allir pinnar eru sérstaklega sterkbyggðir og stórir í þvermál, en þeir eru einnig zinkhúðaðir og smyrjanlegir. Pinnalæsing útilokar hættuna á að pinnarnir snúist.

Innbyggðar lagnir

Innbyggðar lagnir

Allar lagnir og slöngur eru tryggilega varðar inni í lyftiarminum sem lágmarkar skemmdir á vökvakerfinu og hámarkar skyggni.

SoftDrive Fjaðurbúnaður

SoftDrive Fjaðurbúnaður

Hægt er að minnka álag á ámoksturstækið og dráttarvélina, og notandann, með valkvæmum höggdeyfandi fjaðurbúnaði, SoftDrive.

SafeLock

SafeLock

Þessi sniðuga öryggistækni tryggir að tenging tengitækja er alltaf nákvæm og rétt. SafeLock tæknin tryggir að læsipinnar tengitækjanna eru alltaf í læstri stöðu.

Ámoksturstækin í MF FL X-línunni eru leiðandi þegar kemur að stjórnunarmöguleikum og þægindum, enda eru þau einföld og skilvirk sem skilar sér í auknu hagræði, öryggi og afköstum. Hér er á ferðinni besta samsetning dráttarvélar og ámoksturstækis sem völ er á.
Skyggni

Skyggni

Ökumaður hefur óhindrað útsýni yfir tengitækið við hin ýmsu störf. Rúmgott stýrishúsið og lágt þverrörið á MF FL X-ámoksturstækinu tryggja óhindrað skyggni úr ökumannssætinu, sem auðveldar notkun ámoksturstækisins til muna.

Mikil afköst ... hámarksnýting. Við hönnun og smíði MF FL X-línunnar var lögð megináhersla á gott aðgengi, litla viðhaldsþörf og þægindi við notkun dráttarvélarinnar og ámoksturstækisins – að gera hlutina á einfaldan, auðveldan, fljótlegan og afkastamikinn hátt.
Engin þörf á verkfærum

Engin þörf á verkfærum

Ekki þarf að nota verkfæri við að tengja og aftengja ámoksturstækið sem þýðir að enginn tími fer til spillis á milli verka.

Hraðvirk losun

Hraðvirk losun

Til að losa tengitækið á fljótlegan hátt seturðu það einfaldlega niður á jörðina, setur stoðfæturna niður, losar um pinnana og aftengir vökva- og rafmagnstengingar milli ámoksturstækisins og dráttarvélarinnar.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Gerð

Hámarks lyftihæð (m)

Mesta lyftigeta
í fullri hæð (kg)

MF FL.3117X Ósamsíða 3,1 1.690
MF FL.3419X Ósamsíða 3,4 1.880
MF FL.3720X Ósamsíða 3,7 2.070
MF FL.3922X Ósamsíða 3,9 2.240
MF FL.3114X Samsíða 3,1 1.350
MF FL.3416X Samsíða 3,4 1.540
MF FL.3717X Samsíða 3,7 1.720
MF FL.3919X Samsíða 3,9 1.890

Tengitæki

Við bjóðum upp á mikið úrval tengitækja fyrir meðhöndlun á böggum sem eru hönnuð fyrir örugga, skilvirka og áreiðanlega notkun við allt sem snýr að meðhöndlun bagga og dreifingu, hvort sem það er úti á túni eða heima á bænum.
Rúllubaggaspjót

Rúllubaggaspjót

Quadrogrip baggagreip

Quadrogrip baggagreip

Silosplit baggagreip

Silosplit baggagreip

Flexibal baggagreip

Flexibal baggagreip

Unigrip baggagreip

Unigrip baggagreip

Rúllugaffall L+ 150

Rúllugaffall L+ 150

Rúllugaffall M 180

Rúllugaffall M 180

Úrvalið samanstendur af 5 línum sem henta fyrir mismunandi vinnuálag, en allar skóflurnar einkennast af keilulögun og laserskornum brúnum sem koma í veg fyrir að það hellist eða drjúpi úr þeim. Sérstakar skóflur fyrir sléttun og hályftu eru einnig innifaldar.
Jarðskófla

Jarðskófla

Almenn skófla

Almenn skófla

Stór skófla

Stór skófla

S Skófla með tönnum

S Skófla með tönnum

Nákvæmnisskóflur

Nákvæmnisskóflur

Riffluð skófla

Riffluð skófla

Hæðarskófla

Hæðarskófla

Fjölhæfar skóflur

Fjölhæfar skóflur

Snjómokstursskófla

Snjómokstursskófla

Frá „Multibenne“, alhliða tengitæki fyrir vinnu með vothey, til hins fjölhæfa „Silograb“ býður þessi lína upp á einhvern áreiðanlegasta og framsæknasta búnað fyrir meðhöndlun votheys sem er í boði á markaðnum í dag.
Powergrab greipskófla

Powergrab greipskófla

Silograb spjótgreip

Silograb spjótgreip

Multibenne greipskófla

Multibenne greipskófla

Taðgafflar

Taðgafflar

Brettagafflar eru fáanlegir í mismunandi stærð og með mismunandi burðargetu. Efri prófíllinn er framleiddur í einu lagi og hægt er að færa hann til hliðanna allt eftir byrðinni hverju sinni. Þannig verður gaffallinn einstaklega stöðugur og sterkur.
Lyftaragafflar

Lyftaragafflar

Lyftaragafflar - Tegund 2

Lyftaragafflar - Tegund 2

Lyftaragafflar - Tegund 3

Lyftaragafflar - Tegund 3

Lyftaragafflar - Tegund 4

Lyftaragafflar - Tegund 4

Úrval nauðsynlegs aukabúnaðar á borð við fjölnota skófluna setur punktinn yfir i-ið í MF FL-tengitækjalínunni fyrir ámoksturstæki.
Mótvægi

Mótvægi

Þriggja punkta tengi

Þriggja punkta tengi

Euro krókar

Euro krókar

Finna söluaðila

Bær / borg*