Þegar þurrka á hey er nánast ómögulegt að gera betur en móðir náttúra.
Bændur hafa auðvitað alltaf nýtt sér náttúruöflin – eins og vindinn og sólina – allar götur síðan fyrsta fræinu var stungið í frjóan svörð. Í dag er hins vegar hægt að flýta fyrir gjöfum móður náttúru með því að dreifa úr heyinu með snúningsvél úr TD-línunni frá Massey Ferguson.
Helstu kostir
Tækni og nýsköpun
Tindaarmar
Tindaarmarnir eru gerðir úr harðgerðu galvaníseruðu stálborði sem veitir breiðan snertiflöt á milli tinda og stjörnudiska. Þetta tryggir framúrskarandi aflflutning í hinum erfiðustu aðstæðum.
Stöðug grindarliðamót
Hver stjörnugrind er tengd við hinar með stöðugum grindarliðamótum með sérstökum kragahólkum og harðgerðum pinnum. Öll liðamót er hægt að smyrja á ný til að tryggja extra áreiðanleika og endingu.
Stjörnuhaus
Massey Ferguson stjörnuhausar hafa innbyggða hönnun sem verndar alla mikilvægustu íhlutana frá ryki og mold. Þessi hönnun skilar sér í hnökralausri skoðun í árabil.
Aflrás
Hver og ein stjarna er drifin með stóru og veigamiklu sexhyrningsskafti og kröftugum fjölhæfum liðamótum. Þessi tegund aflrásar er mjúk og áreiðanleg og laus við bakslag.
Ferhyrningsgrindarrör
Allar MF snúningsvélar fyrir hey eru útbúnar veigamiklum ferhyrningsgrindarrörum með þykkum veggjum sem tryggja stöðugleika og langan líftíma.
Kambáhrif
Jafnhliða tindar gera þér kleift að ná hámarksblöndun í hágæðauppskerunni þinni. Í því ferli eru mismunandi lögum uppskerunnar blandað saman og snúið sem tryggir bestu mögulegu framleiðni hágæðauppskeru.
Jafnhliða tindar
Tindar með jafnlöngum hliðum gera einnig að verkum að ekki er þörf á bæði hægri og vinstri tindum heldur einungis eina tegund tinda sem auðveldar meðhöndlun varahluta.
Tindatapsvörn
Þetta verndar vélar sem koma á eftir vélinni en einnig dýr á beit. Tindarnir eru tryggðir undir tindaarminum. Ávinningur þessarar uppsetningar skilar sér helst í því að efri hliðin er slétt og uppskeran festist ekki með sama móti í henni.
Super C Tindur
Super C tindurinn er 9.5 mm í þvermál, 70 mm í spóluþvermál og með sex vöfum, sem gerir hann einn skilvirkasta tindinn á markaðnum og dæmigerður fyrir hágæða snúningsvélar sem Massey Ferguson framleiðir.
Super C Gæði
Super C Gæða-eiginleikarnir tryggja mestu mögulegu gæði og sérstaklega góða endingu. Tindarnir sem notaðir eru hjá Massey Ferguson eru settir í krefjandi próf og þurfa að þola 200.000 snertingar án þess að skemmdir séu sjáanlegar.
Króklaga snúningstindar
Króklögunin, vinnuhornið og samsetning stuttra og langra tinda skila sér í einstaklega skilvirkri snúningsverkun: Færir allt að 50% meira magn uppskeru í hverri hvelfingu. Mýktin verndar uppskeruna. Lágmarkar skemmdir á sverði og uppskerumengun.
Sveigjanlegir króktindar
Einstakir sveigjanlegir króktindar bjóða uppá hreina og jafna uppskeru, minna slit á tindum og minni hættu á brotum.
Króktindar - Betri dreifing
Betri dreifing: Lengri tindar snúast 12% hraðar en stuttir tindar
Króktindar - styttri tindahreyfingar
Hægari og styttri tindar flytja léttara og þurrara efni skemur.
Króktindar - lengri tindahreyfingar
Lengri tindar snúast 12% hraðar og vinna dýpra í uppskerunni, safna þyngra og blautara efni og kasta því lengra - yfir þurrara efni til að hraða visnunarferlinu.
SLS - Öryggislæsingarkerfi
SLS er sjálfvirkt vökvastýrt öryggislæsingar- og staðsetningarkerfi með innbyggðum fríhjólum sem trufla aflrásina til stjarnanna þegar helmingar vélarinnar eru uppfelldir.
Fáanlegar gerðir
Gerð |
Merking vélar |
Vinnslubreidd (m) |
Fjöldi stjarna |
Tindaarmar á stjörnu |
---|---|---|---|---|
MF TD 434 DN | Þriggja punkta tengi, Torfæru | 4,3 | 4 | 6 |
MF TD 454 DN | Þriggja punkta tengi | 4,5 | 4 | 6 |
MF TD 524 DN | Þriggja punkta tengi | 5,2 | 4 | 6 |
MF TD 576 DN | Þriggja punkta tengi, Torfæru | 5,7 | 6 | 5 |
MF TD 676 DN | Þriggja punkta tengi | 6,6 | 6 | 6 |
MF TD 776 DN | Þriggja punkta tengi | 7,7 | 6 | 6 |
MF TD 868 DN | Þriggja punkta tengi | 8,6 | 8 | 6 |
MF TD 1110 DN | Þriggja punkta tengi | 10,7 | 10 | 6 |
MF TD 776 TRC | Flutningsundirvagn | 7,7 | 6 | 6 |
MF TD 868 TRC | Flutningsundirvagn | 8,6 | 8 | 6 |
MF TD 1008 TRC | Snúningsvél í tengivagni | 10,2 | 8 | 6 |
MF TD 1310 TRC | Flutningsundirvagn | 12,7 | 10 | 6 |
MF TD 1008 TR HYDRO | Snúningsvél í tengivagni | 10,2 | 8 | 6 |
MF TD 1310 TR HYDRO | Snúningsvél í tengivagni | 12,7 | 10 | 6 |
MF TD 776 X DN | Krækjutindar | 7,7 | 6 | 6 |
MF TD 1028 X TRC | Krækjutindar | 10,2 | 8 | 7 |
MF TD 1310 X TRC | Krækjutindar | 12,5 | 10 | 7 |
Deila