Dragtengd rúllupökkunarvél

MF TW 130 og MF TW 160 eru einfaldar pökkunarvélar með burðargrind og afar lágu pökkunarborði.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Flutningshjól

Flutningshjól

Á MF TW 130 er hægt að snúa flutningshjólinu hægra megin umhverfis miðvölinn og auka þannig flutningsbreiddina úr 2,30 m í 2,85 m, sem gerir bindivélina stöðugri.

Ásoðinn hleðsluarmur

Ásoðinn hleðsluarmur

MF TW 130 og MF TW 160 eru útbúnar sterkum, ásoðnum hleðsluarmi sem hægt er að stilla á bilinu 0,9 m til 1,60 m. Armurinn getur lyft böggum sem eru allt að 1,30 m í þvermál (hám. 1000 kg) fyrir MF TW 130 og allt að 1,60 m í þvermál (hám. 1250 kg) fyrir MF TW 160.

Flutningur filmubundinna bagga

Flutningur filmubundinna bagga

Bindivélarnar MF TW 130 og MF TW 160 má einnig nota til að flytja einn eða tvo bagga sem búið er að binda af túninu.

Baggalosunarkerfi

Baggalosunarkerfi

MF TW 160 er mátuð fyrir baggalosunarkerfi með breiddaraðlögun. Þegar bagganum er velt af bindingarborðinu lyftist losunarborðið til að grípa baggann og lækka hann varlega til jarðar og útilokar þar með skemmdir á filmunni.

Mjúkt baggalosunarkerfi

Mjúkt baggalosunarkerfi

Að filmubindingu lokinni er lágu bindingarborðinu hallað mjög nálægt jörðu og bagganum síðan velt mjúklega af vélinni þannig að ekki sé hætta á að filman skemmist.

Valkvæmur baggahallari

Valkvæmur baggahallari

Valkvæmur baggahallari kemur í veg fyrir að rúllubaggar rúlli í hæðóttu landslagi, sem eykur öryggi og sparar tíma um allt að 15% í flutning og hleðslu bagga þegar þeir eru fluttir af túninu.

Filmulög

Filmulög

Stjórnandinn getur auðveldlega breytt fjölda filmulaga. Strekkibúnaðurinn er hannaður fyrir 500 mm eða 750 mm rúllur og stilla má hann á 55% eða 70% til að strekkja meira á filmunni og draga þannig úr filmunotkun.

Geymsla filmu

Geymsla filmu

Hraðlæsing sér til þess að fljótlegt og einfalt er að skipta um rúllu. Hægt er að geyma allt að 3 aukarúllur á vélinni.

Skörun filmu

Skörun filmu

Rétt skörun á filmu er tryggð með réttu hlutfalli snúningshraða baggans og hraða pökkunarborðsins. Skorður á pökkunarborðinu sjá til þess að bagginn haldist á sínum stað á miðju borðsins.

E-Link Plus

E-Link Plus

MF TW 160 er útbúin E-Link Plus stýringarboxi. Þetta auðnota kerfi býður upp á sjálfvirka eða hálfsjálfvirka stýringu bindivélarinnar. Öllu ferlinu, frá hleðslu til losunar bagga, er stjórnað með minnstu fyrirhöfn.

MF TW 130 stýring

MF TW 130 stýring

MF TW 130 er búin auðnota hálfsjálfvirkri stýringu sem tryggir hraða, vandræðalausa og áreiðanlega notkun.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Stýring

Þvermál bagga (m)

Áætluð þyngd (kg)

MF TW 130 Hálfsjálfvirk 0,9 - 1,3 1.080
MF TW 160 Sjálfvirk 0,9 - 1,6 2.110

Finna söluaðila

Bær / borg*