MF 2370 Ultra HD
Framúrskarandi tækni og hönnun tryggja að verktakar og stórbændur geta stólað á að MF 2370 Ultra HD skili fullkomlega þjöppuðum böggum allan daginn, alla daga.
Stórbaggavélarnar frá Massey Ferguson, sem eru framleiddar í verksmiðju okkar í Hesston, eru óumdeildir leiðtogar á sínu sviði og eru í miklum metum hjá fagmönnum um allan heim sökum áreiðanleika, endingar og lágs rekstrarkostnaðar.
Helstu kostir
Tækni og nýsköpun
Forþjöppunarhólf
Gríðarleg afkastagetan og besta lögun bagga sem völ er á skrifast á margverðlaunaða hönnun forþjöppunarhólfsins.
Sveigðir tvöfaldir tindar
Hámörkun hirðingarafkasta fæst með 80 sveigðum tvöfaldum tindum á fimm tindaörmum sem lyfta meira af heyinu og skilja ekki eftir dreifar af styttri og fínni stráum.
Hönnun OptiFlow sópvindu
OptiFlow sópvindan er hönnuð til að veita jafna og stöðuga mötun efnis, sem seðjar hungur baggavélarinnar, og veita framúrskarandi fleytingu eftir yfirborði svarðar.
Afkastamikið kasthjól
Step-up gírkassi snýr nýju afkastamiklu kasthjóli 1.500 snúninga á mínútu - sem er 50% meiri hraði en í MF 2200 línunni. Þetta gefur 130% meira afl en XD kasthjólið sem nýtist til að halda jöfnum hraða, baggagæðum og mjúkri afkastamikilli notkun.
POLYPROPYLENE BAGGABÖND
Með því að snúa í kringum neðri sneiðina er minna að lyfta. Endingargóð bönd úr pólýprópýleni létta álagið enn frekar, draga úr hávaða og gera útksipti fljótlegri og auðveldari.
UltraPress bulla
Það þarf mesta bullukraft sem völ er á, heil 760 kN, til að búa til ofurþétta bagga sem eru 20% þyngri. Ekki nóg með að baggarnir séu þyngri og þéttari í sér, heldur leggur 6,5% aukning á bulluhraða upp í 50 slög á mínútu einnig umtalsvert af mörkum til þess að auka vinnslugetu og afköst vélarinnar.
Ultra gírkassi
Hönnun sem byggir á greind og óviðjafnanlegri verkfræðisérþekkingu er það sem þarf til að auka þéttleika og pakka 20% meira heyi með skilvirkum hætti í sömu 120 x 90 cm baggastærðina. MF hefur þróað nýjan sterkan Ultra gírkassa til að styðja við þessa óviðjafnanlegu þéttleikagetu.
OptiFlow sópvinda
OptiFlow-sópvindan býður upp á 20% meiri mötunargetu og tryggir þannig að MF 2370 Ultra HD-baggavélin skili alltaf hámarksafköstum.
OptiForm Ultra Baggaþéttleiki
OptiForm Ultra kemur með þéttleikann. Þetta baggahólf er 4,0 metra langt, eða 20% lengra en í MF 2270 XD gerðinni, og hefur gríðarlegt rúmtak.
OptiForm Ultra þéttihringur
Stórir þéttleikastimplar sem eru 178 mm í þvermál - 55% stærri en nokkru sinni fyrr - beita hámarksálagi til beggja hliða og ofan á baggann til að virkja allt að 760 kN bulluafli.
OptiForm Ultra Baggahólf
Framúrskarandi hönnun og afl og óviðjafnanleg verkfræðisérþekking Hesston er það sem þarf til að skapa baggahólf sem er nægilega sterkt og áreiðanlegt til að tryggja stöðuga framleiðni Ultra þétta bagga yfir löng og krefjandi vinnutímabil.
EasyFill snæriskassar
Sérhannaðir EasyFill snæriskassar geyma samtals 36 snærispólur af stærstu gerð í tveimur röðum - nóg til að tryggja langan vinnudag án truflana. Sex hnýtingareiningar nota minna snæri og spara þar með kostnað og fækka truflunum vegna áfyllinga.
EasyFill hleðsla
EasyFill kassar hlaðast fyrirhafnarlaust frá jörðu án flókinna lækkunaraðgerða. Snærispólur eru geymdar í halla sem auðveldar þeim að renna á réttan stað og hnýtast saman.
Öflugur lyftigaffall
Öflugur lyftigaffallinn byrjar á ferlinu með því að safna efninu saman og færa það inn í forþjöppunarhólfið á 14% meiri hraða en MF 2270 XD-gerðin.
Nemar í bullustöng
Nemar í bullustöng fylgjast vel með álagi á bulluna og tryggja að tvívirku þéttleikastimplarnir aðlagi álag frá hliðum og að ofan í OptiForm Ultra baggahólfinu, til að skapa besta mögulega þéttleika Ultra bagga.
Sjálfvirk þéttileikastýring
Fullkomlega sjálfvirk þéttileikastýring skilar jafn þéttum og löguðum böggum í hvert skipti þökk sé háþróaðs og auðnota stýringar með Massey Ferguson BaleCreate viðmótsins.
Ultra hnýtingarhausar
Síðustu Ultra hnýtingarhausarnir eru sérhannaðir til að þola aukið álag þegar notaðir eru ný, sterkari og þykkari snæri sem eru hönnuð fyrir 20% þyngri Ultra þétta bagga.
Sex hnýtingarhausar
Sex hnýtingarhausar með jöfnu millibili yfir lengd baggans hjálpa til við að halda rusli frá yfirborðinu og veita áreiðanlega hnýtingu bagga eftir bagga. Auðvelt er að lyfta hnýtingarhausum til að hreinsa þá og stytta má viðhaldstíma með því að nota AutoLube sjálfvirka smurningu hnýtingarhausa.
Tvöfalt hnýtingarkerfi
Tvöfalda hnýtingarkerfi Hesston hnýtir tvo hnúta á hverju snæri í kringum baggann og tryggir þar með samræmda og vandræðalausa notkun. Mun minni spenna er á snærinu, í samanburði við einfalda hnúta, og felur það í sér samræmdar hnýtingar í hvert skipti.
Háhraða þjöppunargaffall
Þegar forþjöppunarhólfið er orðið fullt færir þjöppunargaffallinn fullkomlega formaða sneiðina inn í baggahólfið.
BaleCreate
Öllum baggaaðgerðum er auðveldlega stýrt frá C1000 stjórnstöðinni sem uppfyllir skilyrði ISOBUS og nýja sérbyggða BaleCreate viðmótinu. Nýstárlegt útlit með mörgum birtivalmöguleikum gefur notandanum stjórnina.
BaleCreate heimaskjár
BaleCreate heimaskjárinn sýnir baggavélina frá lofti og auðveldar því notendum að stilla og fylgjast með úrvali baggaaðgerða. Teikningar gefa til kynna álag á hverri hlið bullunnar með örvum sem leiðbeina akstri eftir ójöfnum múgum.
BaleCreate samhæfni
BaleCreate má hlaða upp í hvaða stórnstöð dráttarvéla sem er sem uppfyllir skilyrði ISOBUS og sýnir nákvæmlega sama skjá og aðgerðamöguleika.
Fáanlegar gerðir
Gerð |
Breidd bagga (mm) |
Bulluhraði (slög/mín.) |
Vinnslubreidd sópvindu (mm) |
---|---|---|---|
Deila