MF ISOBUS

MF ISOBUS gerir kleift að stjórna öllum gerðum ISOBUS-tengitækja úr stýrishúsi dráttarvélarinnar. Innbyggður ISOBUS-stuðningur einfaldar hlutina í stýrishúsinu þar sem leikur einn er að stjórna hinum ýmsu tengitækjum með stjórntölvunni. Ekki þarf að eyða peningum í aðra stjórntölvu auk þess sem Datatronic 5 býður upp á betra og þægilegra notendaviðmót. Einnig er hægt að nota rofana á MultiPad-stýripinnanum til að stjórna ISOBUS-tengitækjum og ökumenn geta þannig breytt uppsetningunni eftir þörfum til að létta sér störfin.

 

Með ISOBUS hefur þú fulla stjórn á tengitækinu: Hægt er að sýna stýrikerfi framleiðandans hverju sinni á skjá stjórntölvunnar og spara þannig eigendum og ökumönnum bæði tíma og peninga, því ekki þarf að setja upp frekari skjái í stýrishúsinu. Kaplinum úr tengitækinu er einfaldlega stungið í samband við ISOBUS-tengið á dráttarvélinni og kerfið hleður þá sjálfkrafa upp valmyndum og skjámyndum í stjórntölvuna. MF ISOBUS er kerfi með AEF-vottun (Agricultural Industry Electronic Foundation).

 

Með því að tengja ISOBUS-virkni við MultiPad-rofana er hægt að stjórna ISOBUS-tengitækjum beint með MultiPad-stönginni. Að geta stjórnað bæði dráttarvélinni og tengitækinu með sömu stjórnstöng er mun þægilegra en að nota aðra skjái og stjórnstengur. Þetta fjölhæfa kerfi gerir kleift að vista upplýsingar fyrir mörg tengitæki í minni og stjórna þeim með MultiPad – það virkar því fyrir öll ISOBUS-tengitækin á bænum.

Finna söluaðila

Bær / borg*