Yfirlit yfir atriði sem stuðla að bættu aðgengi

Það er sannfæring okkar að vefurinn eigi að vera einfaldur í notkun og aðgengilegur fyrir alla. Vefsvæðið okkar tekur mið af þessu og leyfir þér að sérstilla ýmis atriði við notkun þess. Á þessari síðu er fjallað um eiginleika sem bæta aðgengi á síðunni.
 

Aðgengisatriði sem fjallað er um á þessari síðu

  • Myndir og myndlýsingar („alt tags“)
  • Breytileg stærð texta
  • Staðlaður kóði og reglufylgni
  • Tæknikröfur fyrir sem besta virkni
     

Myndir og myndlýsingar („alt tags“)

Við höfum reynt að nota ekki of mikið af myndum á vefsvæðinu og niðurhalstími hefur verið styttur.

Myndirnar á vefsvæðinu eru með svokölluðum „alt tags“ sem er texti sem getur komið í stað myndarinnar hverju sinni og lýst innihaldi hennar fyrir notandanum í þeim tilvikum þar sem myndin hleðst ekki inn, lokað hefur verið fyrir birtingu mynda eða vefsíðan er skoðuð með vefþulu.

 

Breytileg stærð texta

Textinn á vefsvæðinu er ekki í fastri stærð og er því hægt að breyta leturstærðinni eftir þörfum.

Hægt er að breyta textastærðinni í vafranum á mismunandi vegu, en einfaldast er að nota aðferðina sem lýst er hér fyrir neðan.

Internet Explorer og Firefox:

  • Veldu valmyndina „View“ (sýna).
  • Veldu valkostinn „Text Size“ (textastærð) í valmyndinni.
  • Smelltu á textastærðina sem þú vilt nota.

Einnig er hægt að stækka og minnka textann með því að halda inni Ctrl-takkanum á lyklaborðinu og snúa um leið músarhjólinu eða ýta á takkana „+“ (plús) og „-“ (mínus).
 

Staðlaður kóði og reglufylgni

Þetta vefsvæði er smíðað með kóða sem samræmist stöðlum World Wide Web Consortium (W3C) fyrir XHTML og Cascading Style Sheets. W3C eru alþjóðleg samtök um staðla og verklagsreglur fyrir vefþróun.

Vefsvæðið birtist rétt í nýjustu útgáfum vafra og notast við staðlaðan XHTML-kóða sem þýðir að það mun einnig birtast rétt í vöfrum í framtíðinni.

Við vinnum stöðugt að því að gera vefsvæðið enn betra til að tryggja að síður þess samræmist að minnsta kosti A-stigi aðgengisreglnanna „W3C Web Content Accessibility Guidelines 1.0“.

Hugsanlega eru einhverjar síður ekki í samræmi við allar reglurnar. Þótt reynt sé eftir fremsta megni að tryggja að vefsvæðið í heild sinni samræmist reglum er það verk sem margir koma að og er í stöðugri vinnslu.

Ef þú átt í vandræðum með að nálgast upplýsingar á vefsvæðinu skaltu láta okkur vita með því að fara á síðuna „Hafa samband“.
 

Tæknikröfur fyrir sem besta virkni

Smelltu á „Frekari upplýsingar“ hér fyrir neðan til að sjá tæknikröfurnar sem við mælum með að séu uppfylltar til þess að vefsvæðið virki sem best.

  • Skjáupplausn 1024 x 768 eða meiri.
  • 32 bita litadýpt. ADSL-nettenging.
  • Mozilla Firefox 2.0 eða Internet Explorer 7
  • Adobe Flash Player 7 eða nýrri útgáfa
  • Adobe Acrobat Reader 6 eða nýrri útgáfa
  • WinZip 9 eða nýrri útgáfa

    Finna söluaðila

    Bær / borg*